„Um leið og fjármögnuninni klárast og samningar liggja fyrir um þá orku sem út af stendur þá munum við hefja framkvæmdir á Grundartanga," segir  Davíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor á Íslandi. „Við vonumst eftir því að það verði í haust."

Sex stjórnendur Silicor Materials eru staddir á landinu núna. Þar á meðal Terry Jester, forstjóri fyrirtækisins. Hópurinn er meðal annars hér til að funda með orkufyrirtækjum um þá orku sem vantar upp á til að sólarkísilverksmiðjan á Grundartanga geti hafið rekstur. Raforkuþörf verksmiðjunnar er 85 Mw. Fyrirtækið hefur þegar samið við Orku náttúrunnar (ON) um kaup á 40 Mw af raforku. Eftir standa 45 Mw.

„Við höfum lengi átt í viðræðum við Landsvirkjun og hópurinn er meðal annars að funda með stjórnendum þar," segir Davíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor á Íslandi. „Hvað Landsvirkjun varðar þá er enginn ágreiningur um verð heldur er þetta bara spurning um það hvenær orka verður laus til afhendingar. Hópurinn frá Silicor mun líka funda með öðrum orkufyrirtækjum."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .