Nefnd á vegum Evrópubandalagsins hefur vara við evrópsk símafyrirtæki við að taka of hátt gjald af viðskiptavinum sínu fyrir að senda smáskilaboð milli landa og aðgang að netinu í gegnum síma.

Í frétt á vef BBC segir að kostnaðurinn við að senda smáskilaboð milli landa í Evrópu geti verið allt að 60 krónur og að kostnaðurinn við að senda eins megabæta skjal milli landa geti verið allt að 600 krónur.

Viviane Reding hjá EU segir að fyrirtækin hafi til 1. júlí til að lækka gjöldin verulega.