Fréttir þess efnis að fjarskiptafyrirtækið Síminn hefði sagt upp 14 starfsmönnum bárust í dag. Talsmenn fyrirtækisins segja að teknar hafi verið ákvarðanir um uppsagnirnar með það í huga að fjöldi starfsmanna sé í samræmi við gæði og verðlag þjónustunnar.

Þá hafi starfsmönnum Símans fækkað um ríflega 400 manns á síðustu árum. Þetta sé vegna þess að samkeppni á fjarskiptamarkaði hafi harðnað og gert rekstri fyrirtækisins þrengra fyrir.

Þar að auki er minnst á að áætlað er að launakostnaður muni hækka um sem nemur hálfum milljarði króna vegna kjarasamningsbundinna hækkana.

Gengi bréfa símans í Kauphöll Nasdaq Iceland hefur lækkað um 0,84% í dag, þó aðeins í viðskiptum sem hljóða upp á 10 milljónir króna. Þá er verð á hvern hlut Símans 3,55 krónur. Frá því það var skráð á markað hefur gengi bréfa félagsins hækkað um 1,72%.