Iðnaðarráðherra hefur nú veitt sjö veitufyrirtækjum leyfi til að stunda raforkuviðskipti óháð dreifiveitusvæði hverrar veitu.

Veiturnar sem hafa fengið leyfi eru Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka, Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Rafmagnsveitur ríkisins - RARIK og Rafveita Reyðarfjarðar. Að auki hafa tvær umsóknir borist um leyfi til að stunda raforkuviðskipti en þær eru nú til meðferðar í iðnaðarráðuneytinu.