Í frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022 er m.a. lögð til breyting á samsetningu eftirlitsgjalds lífeyrissjóða, með hækkun á föstu gjaldi og lækkun á breytilegu gjaldi.

Í umsögn LSR segir að sjóðurinn telji mikilvægt að eftirlitsgjaldið endurspegli þann kostnað sem falli til við eftirlit hjá hverjum sjóði fyrir sig og telji að breytingatillagan nái því markmiði.

Lífeyrissjóður bænda segir eftirlitsgjaldið vera skattheimtu og því þurfi það að samræmast jafnræðisreglu. Sé horft til næstu 20 ára, að öðru óbreyttu, myndi löggjafinn að sögn LB velta eins og hálfs milljarða króna kostnaði af sjóðfélögum stærstu lífeyrissjóðanna yfir á þá sjóðfélaga sem eigi réttindi í minni og meðalstórum lífeyrissjóðum. Slíkt geti ekki talist samræmast jafnræðisreglu.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .