Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) hefur valið Nýherja til þess að reka prentlausn sjúkrahússins, að undangengu útboði samkvæmt rammasamningi ríkisins. Samningurinn felur í sér nærri 70% fækkun á prentbúnaði og aukna aðgangsstýringu á útprentun gagna.

Prent Nýherji
Prent Nýherji

Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að prentlausnin, sem nefnist Rent A Prent, er ein af grænum lausnum Nýherja.

„ Í Rent A Prent er sparnaðurinn falinn í notkun á minni pappír vegna tvíhliða prentunar og aðgangsstýrðra prentara. Það er reynsla viðskiptavina okkar að fram næst töluverð lækkun á árlegum prentkostnaði með notkun á Rent a Prent. Þá fæst aukin yfirsýn yfir prentkostnaðinn og aukið eftirlit með aðgangsstýringu á prentun. Þess utan er fjárbinding í prentbúnaði engin þar sem búnaðurinn er alfarið í eigu Nýherja," segir Anton M. Egilsson lausnaráðgjafi hjá Nýherja.

Prentþjónustu verður sinnt frá starfsstöð Nýherja á Akureyri.

Jafnhliða innleiðingu á prentlausninni verður innleidd sérstök skönnunarlausn í SÖGU sjúkraskrárkerfið, lausn sem hefur verið þróuð af Nýherja og TM Software, dótturfélags Nýherja.