Fyrirtæki Skaginn hf. á Akranesi hefur verið að ryðja sér til rúms á kjúklingamarkaðnum í Bandaríkjunum á síðustu misserum. Á síðsta ári var þróaður mjög afkastamikill lausfrystir sem afkastar 3.000 kílóum á klst. en í Viðskiptablaðinu í dag er haft eftir Grími Garðarssyni að hann henti einstaklega vel í kjúklingaiðnaðinum þar sem hann er bæði ódýrari í rekstri og skilar betri vöru en áður hefur þekkst. Á síðasta ári voru seldir 5 lausfrystar og nú er verið að setja upp 2 til viðbótar. Áætlað er að selja um 10-12 frysta af þessari stærðargráðu á árinu 2005.

Það er Tyson Foods í Bandaríkjunum sem er aðalviðskiptavinurinn, en þetta er unnið í samstarfi við umboðsaðila Skagans í USA sem er FoodCraft Inc. Þetta er einstakur árangur hjá Skaganum þar sem þessi lausfrystir var fyrst kynntur en á sýningunni í Atlanta fyrir rúmu ári síðan. Það var svo núna um miðjan febrúar sem Skaginn seldi fyrsta lausfrystinn í kjúklingavinnslu hér heima en það var Matfugl sem reið á vaðið.

Nánar um Skagann í Viðskiptablaðinu í dag.