Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála leggur til að festur verði í sessi húsnæðissparnaður og heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til öflunar íbúðarhúsnæðis verði varanleg. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnastjórnarinnar en þar kemur fram að ef sýnt verði fram á að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur kynnt um ráðstöfun skattfrjáls séreignarlífeyrissparnaðar reynist vel þá sé full ástæða til að festa fyrirkomulagið í sessi.

Lagt er til að húsnæðissparnað megi nýta jafnt til kaupa á fasteign, búsetturétti og sem leigutryggingu.

Þá er einnig lagt til að full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu við byggingu, hönnun, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis verði varanleg.