*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 24. mars 2021 17:05

Skeljungur íhugar sölu á P/F Magn

Skeljungur skoðar framtíðarkosti eignarhalds á P/F Magn í Færeyjum sem stóð undir 38% af tekjum Skeljungs í fyrra.

Ritstjórn
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs.
Eyþór Árnason

Stjórn Skeljungs hefur „tekið ákvörðun um að meta framtíðarkosti eignarhalds á P/F Magn, dótturfélagi Skeljungs í Færeyjum," eins og það er orðað í tilkynningu frá Skeljungi

„Í því felst að skoða betur innra skipulag P/F Magn og meta hvort Skeljungur vilji fara í ytri eða innri vöxt, kaupa nýjar einingar og þar með stækka rekstur Magn, eða fara í sölu á fyrirtækinu, að hluta eða öllu leyti,“ segir í tilkynningunni.

Skeljungur hefur ráðið fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka til að aðstoða sig í ferlinu.

P/F Magn rekur 11 smásölu- og bensínstöðvar víðs vegar um Færeyjar auk þess að reka tvær birgðastöðvar og dreifa eldsneyti til fyrirtækja, verktaka og sjávarútvegs. Heildartekjur P/F Magn árið 2020 námu 15,6 milljörðum króna eða um 38% af heildartekjum Skeljungs í fyrra sem námu 41,2 milljörðum í króna. 

EBITDA rekstrarhagnaður P/F Magn á árinu 2020 nam 1,5 milljörðum króna milljónum króna en EBITDA rekstrarhagnaður Skeljungs í heild nam tæplega 2,7 milljörðum króna. Því kom meirihluti EBITDA hagnaðar Skelljungs til vegna rekstursins í Færeyjum

Strengur eignaðist í byrjun ársins meirihluta í Skeljungi með ríflega 50% hlut. Félagið hefur boðað miklar breytingar á rekstri Skeljungs í ljósi orkuskipta sem séu fram undan. Það vill selja eignir og greiða út til hluthafa, meðal annars til að greiða niður lán sem tekin voru til að fjármagna kaupin.

 

Stikkorð: Skeljungur Strengur P/F Magn