Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur sagt sig frá úttekt á framkvæmd reglna um innra eftirlit í tengslum við yfirtöku ríkisins á bankanum.

Skilanefnd Glitnis banka hf., í samráði við Fjármálaeftirlitið hefur tekið upp viðræður við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. um að þeir taki verkið yfir og ljúki því eins fljótt og verða má.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skilanefnd Glitnis en stefnt er að því að ljúka samningum þar að lútandi í dag eða á morgun.