Í lok árs 2019 ákvað Eimskip að selja skipin Goðafoss og Laxfoss til félagsins GMS. Í dag eru þau skip í endurvinnslu á Indlandi en Eimskip segir í tilkynningu sinni að félagið tók ekki ákvörðun um að skipin yrðu sett í endurvinnslu. Tilkynningin er send vegna fyrirspurnar frá RÚV

Goðafoss og Laxfoss voru orðin 25 ára gömul og hafði legið fyrir að þau yrðu seld þegar nýju skipin, Dettifoss og Brúarfoss, yrðu afhent. Nýi eigandinn tók við gömlu skipunum á vormánuðum og tók þá ákvörðun um að setja þau í endurvinnslu.

Enn fremur segir Eimskip að félagið „fylgdi í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið tekur umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt.“