Skipti hf. hafa tekið yfir eignir Existu í fjarskipta- og upplýsingatækni. Þar með hafa öll félög í eigu Existu á nefndu sviði verið sameinuð. Þær eignir sem Skipti hafa nú yfirtekið frá Existu eru hlutir í rótgrónum símafélögum í Tékklandi. Um er að ræða 8,25% hlut í eignarhaldsfélagi sem á 39% hlut í T-Mobile Czech Republic (TMCZ) og 100% í Ceske Radiokommunikace (CRa).

Skipti er eignarhaldsfélag sem leggur áherslu á fyrirtæki á sviði fjarskipta og upplýsingatækni. Innan félagsins eru fyrirtæki með starfsemi á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á Bretlandseyjum.

Þetta kemur fram í uppgjöri Existu.

„Rekstur þessara fyrirtækja hefur gengið mjög vel og vöxtur þeirra hefur verið hraður undanfarin ár og falla afar vel að kjarnastarfsemi og fjárfestingarstefnu Skipta,“ segir jafnframt í uppgjörinu.