© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í skoðun er hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey að prófa að setja steikingarfeiti frá veitingahúsum og mör á bílaleigubíla og sjá hvernig gengur að aka á þeim. Bílarnir eru frá bílaleigunni Höldur. Guðmundur Haukur Sigurðarson, stjórnarformaður Orkeyjar, segir málið ekki langt á veg komið. Líkur séu þó á að fyrsti bíllinn geti keyrt á eldsneyti Orkeyjar á næsta ári.

Orkey er nýsköpunarfyrirtæki í eigu Mannvits, Samherja, Norðurorku, N1, Víkeyjar og sjóðsins Tækifæri sem er í eigu KEA og Akureyrarbæjar. Hluthafarnir eru alls rúmlega 20.

Fyrirtækið framleiðir lífdísil úr afgangs steikingarolíu og dýrafitu fyrir vélar skipa. Olíunni er safnað frá veitingastöðum um land allt en dýrafitunni frá Kjarnafæði og Norðlenska í Eyjafirði. Lífdísilinn selur fyrirtækið m.a. á skip Samherja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .