*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 26. mars 2018 08:29

Skoða ívilnun nemenda eftir búsetu

Menntamálaráðherra skipar Gunnar Ólaf Haraldsson formann verkefnastjórnar um endurskoðun á LÍN.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Meðal annars á að skoða ívilnun í endurgreiðslum vegna búsetu nemenda.

Hlutverk verkefnastjórnarinnar verður að skoða íslenska námslánakerfið í heild sinni og gera tillögur að umbótum og þróun þess. Meðal annars verður skoðað hvers konar nám skuli vera lánshæft, hvernig hátta skuli vöxtum og endurgreiðslu og fjármögnun sjóðsins. Einnig hvort tilefni sé til að ívilna ákveðnum námsgreinum í endurgreiðslum, meðal annars með tilliti til búsetu.

Formaður verkefnastjórnarinnar verður Gunnar Ólafur Haraldsson hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Aðrir í verkefnastjórninni eru:

Tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu:

  • Agnes Guðjónsdóttir, lögfræðingur og varaformaður, Davíð Freyr Jónsson, frumkvöðull og framkvæmdastjóri
  • Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN),

Tilnefnd af Landsamtökum íslenskra stúdenta:

  • Aldís Mjöll Geirsdóttir formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta
  • Ragnar Auðun Árnason stjórnarmaður í LÍN, bæði tilnefnd af LÍS

Tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu:

  • Andri Gunnarsson, lögmaður,