Skoðanir Evrópubúa á mögulegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru skiptar, en skoðanakönnun sýnir að einungis rétt rúmlega helmingur vill að Bretland haldist í sambandinu.

Frakkar helst á útgöngu Breta

Þýsk skoðanakönnun meðal 10.992 manns frá öllum 28 þjóðum sambandsins sýnir að 54% Evrópubúa vilja að Bretland haldi áfram í sambandinu, 21% þeirra eru hlynnt útgöngu landsins og 25% er alveg sama. Frakkar eru þeir sem helst styðja útgöngu Bretlands, og vilja einungis 41% þeirra að Bretland haldist inni meðan 25% þeirra vilja að það fari út.

Á hinn bóginn eru það Þjóðverjar, Ítalir, Pólverjar og Spánverjar sem helst vilja að landið haldist í sambandinu. Jafnramt sýndi könnunin að 45% íbúa ESB telji það slæmt fyrir ESB ef Bretland yfirgæfi sambandið, en 10% telja það betra. Restin taldi það ekki hafa nein áhrif.

Óánægja með ESB og aukna samþættingu

Einungis 15% íbúa sambandsins eru ánægð með stöðu mála í Evrópusambandinu og vilja 30% þeirra minna frá sambandinu.

Í Bretlandi vilja 43% íbúa minni samþættingu innan sambandsins, 31% vilja meiri og 26% eru ánægð með stöðuna eins og hún er í dag.

Ekki slæm áhrif á eigið land

Smávægilegur meirihluti meginlandsbúa eru á því að útganga Bretlands myndi veikja efnahag sambandsins meðan þriðjungur óttaðist að ESB myndi missa áhrif á heimsvísu. Á sama tíma telja þó fáir að útganga Bretlands myndi hafa slæm áhrif á þeirri eigið land.

Skoðanakönnunin sýnir jafnframt að ef það væri kosning í þeirra eigin löndum um aðild að ESB myndu einungis fimm af sex stærstu ríkjunum haldast í sambandinu.