Alls skráðu 945 manns sig úr Þjóðkirkjunni á tímabilinu 1. október til 31. desember 2014. Þeir voru 82 talsins sem gengu í hana og gengu því 853 fleiri úr henni en í hana á tímabilinu. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands um breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild.

Samkvæmt tölunum voru 218 nýskráningar í lífsskoðunarfélagið Siðmennt á tímabilinu og sex afskráningar. Í fríkirkjurnar þrjár gengu 162 fleiri en úr þeim og fjölgaði félögum jafnframt um 50 í öðrum trúfélögum.

Þá voru nýskráðir utan félaga 439 fleiri en þeir sem gengu í félög eftir að hafa staðið utan þeirra.