Samninganefndir Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR) og Fríhafnarinnar skrifuðu undir kjarasamning í dag, er fram kemur í tilkynningu SFR.

Fríhöfn
Fríhöfn
© BIG (VB MYND/BIG)
Launahækkanir verða krónutöluhækkun eða prósentuhækkun eftir því hvor leiðin skilar félagsmönnum hagstæðari niðurstöðu. Þannig er félagsmönnum tryggðar 12.000 krónur eða að lágmarki 4,25% hækkun þann 1. júní 2011, 11.000 krónur eða að lágmarki 3,50% hækkun þann 1. febrúar 2012 og 11.000 krónur eða að lágmarki 3,25% þann 1. febrúar 2013. Þá framlengist kjarasamningur SFR við Fríhöfnina til 31. janúar 2014.

Samningurinn gerir einnig ráð fyrir 50.000 króna eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og sérstakum álagsgreiðslum á árinu. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbót.