Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,09% í 18,6 milljarða króna viðskiptum í dag og var lokagildi vísitölunnar 223,68 stig. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,31% í dag en sá óverðtryggði lækkaði um 0,42%. Frá áramótum hefur verðtryggði hluti vísitölunnar hækkað um 15,45% en sá óverðtryggði um aðeins 0,83%.

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 51,5 milljónum króna og lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,32%. Lokagildi hennar er 918,63 stig og hefur hún lækkað um 1,62% frá áramótum. Bréf Össurar lækkuðu um 1,59% í mjög litlum viðskiptum en gengi annarra bréfa hélst óbreytt.