Skuldatryggingaálag viðskiptabankanna þriggja hélt áfram að lækka í gær, eftir skarpa lækkun daginn áður. En skuldatryggingaálagið hefur verið í hæstu hæðum að undanförnu.

Miðgildi skuldatryggingaálagsins á Glitni [ GLB ] lækkaði í 913 úr 939, Kaupþing [ KAUP ] lækkaði í 894 úr 950, Landsbankinn [ LAIS ] lækkaði í 608 úr 704, samkvæmt upplýsingum frá Bloomerg.

Sérfræðingar á markaði sem Viðskiptablaðið ræddi við telja ástæðuna fyrir áframhaldandi lækkun vera vegna umræðu í erlendum fjölmiðlum um mögulegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um að kaupa skuldir bankanna.

Lækkun á þriðjudaginn kom greiningardeild Landsbankans á óvart, í ljósi tilkynningar matsfyrirtækjanna S&P og Fitch Ratings um breyttar horfur fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins, íslensku viðskiptabankanna, Íbúðalánsjóðs og Landsvirkjunar. Í tilkynningum þeirra voru horfum fyrir langtímaskuldbindingar breytt úr stöðugum í neikvæðar en horfur fyrir skammtímaskuldbindingar héldust áfram stöðugar.