Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
© BIG (VB MYND/BIG)
Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréf ríkissjóðs hefur verið á niðurleið síðan það náði hámarki í 349 punktum ofan á vexti á millibankamarkaði hinn 24. nóvember síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum á keldan.is var álagið í fyrradag komið niður í 301 punkt og fór lækkandi dagana á undan. Álagið er í dag um 310 punktar.

Á fullveldisdaginn 1. desember lækkaði það í 325 punkta og daginn eftir lækkaði það á ný, í þetta skipti um 8 punkta og fór niður í 317 punkta. Nú stefnir álagið sem sagt niður fyrir 300 punkta á ný en á þeim slóðum hefur það verið lungann úr árinu 2011. Um síðustu áramót var álagið 269 punktar.