Nýju bankarnir fengu 44 prósent afslátt á skuldum heimilanna þegar samið var um virði þeirra eigna sem færðar voru til þeirra frá gömlu bönkunum þremur.

Niðurfærslan nemur 366,5 milljörðum króna ef miðað er við að verg landsframleiðsla (VLF) sé 1.500 milljarðar króna líkt og spár gera ráð fyrir.

Þetta kemur fram í töflu í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands sem birt var í síðustu viku. Vert er að taka fram að þær forsendur sem niðurfærslurnar byggja á hafa aldrei verið opinberaðar.

Hluti niðurfærslunnar skýrist af því að vaxtamismunur gengistryggðra lána var núvirtur og veldur niðurfærslu á raunvirði eignanna. Þó ber að hafa í huga að einungis um 19 prósent af skuldum heimilanna voru í gengistryggðum lánum. Um 70 prósent skulda þeirra eru hins vegar gengistryggð lán, að mestu húsnæðislán.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .