Átta stærstu orku- og veitufyrirtæki landsins hafa lækkað skuldir sínar samanlagt um 338 milljarða króna. Jafngildir það tæplega 37% skuldalækkun á föstu verðlagi milli áranna 2009 til 2015.

Á sama tíma hefur eigið fé fyrirtækjanna, sem langflest eru í opinberri eigu, vaxið um 32,6% og það nú samtals um 493 milljarðar króna.

Má rekja árangur síðustu sex ára til bæði sterkara gengis krónunnar, en einnig til aðhalds í rekstri og öflugs tekjustreymis. Kemur þetta fram á vef Samorku .