Norður-Kóreski herinn skaut tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Verandi skammdrægar drifu þær ekki mikið meira en 500 kílómetra, en eftir hið stutta flug brotlentu þær í hafinu.

Eftir skotið lýstu stjórnvöld norðanmegin á skaganum því yfir að þau hygðust slíta því litla millilandasamstarfi sem þau eiga með sunnanmönnum, auk þess sem þau sögðust ætla að umbreyta öllum sameignum þeirra í lausafé.

Norður- og Suður-Kórea fóru með sameiginleg yfirráð yfir iðnaðarsvæðinu Kaesong sem liggur rétt við landamæri ríkjanna tveggja, en eftir að norðanmenn hófu tilraunir með eldflaugabúnað sinn á síðasta ári yfirgáfu sunnanmenn svæðið.

Í gær lýsti Kim Jong-un því svo yfir að Norður-Kórea byggi yfir kjarnaoddum sem væru nægilega smágerðir til þess að hægt væri að koma þeim fyrir á fyrrnefndar skammdrægar eldflaugar.