*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 19. febrúar 2015 17:10

Sláturfélagið skilar 433 milljóna hagnaði

Rekstrartekjur SS jukust um 4% í fyrra frá árinu á undan, en hagnaður dróst saman.

Ritstjórn
MATS LUND

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2014 var 433 milljónir króna, en árið 2013 nam hagnaðurinn 466 milljónum. Kemur þetta fram í tilkynningu til kauphallarinnar. Eigið fé félagsins er 3.984 milljónir króna og eginfjárhlutfall samstæðunnar er 53%.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru alls 10.628 milljónir króna í fyrra en voru 10.207 milljónir árið áður og hækka því um rúm 4%.

Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 950 milljónir, en var 1.021 milljónir króna árið 2013.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2014 var í aprílmánuði greiddur 13,7% arður af B-deild stofnsjóðs alls 25 milljónir króna og reiknaðir 6% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 18 milljónir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is