Slitastjórn Glitnis hefur uppfært viðskiptaáætlun sína miðað við stöðuna í árslok 2012. Slitastjórnin átti í árslok um 462 milljarða króna í peningalegum eignum miðað við um 353 milljarða um mitt ár 2012. Í núverandi áætlun slitastjórnarinnar er gert ráð fyrir að til viðbótar við þetta bætist við um 350 milljarðar fram til ársins 2019 eða samtals um 813 milljarðar króna.

Inni í þessum tölum er þó ekki eignarhlutur slitastjórnarinnar í Íslandsbanka vegna óvissu um tímasetningu, stærð hlutarins sem verður seldur og í hvaða gjaldmiðli sú sala mun fara fram. Í áætluninni má þó sjá að eignarhluturinn er bókfærður á um 115 milljarða. Ekki er gert ráð fyrir innstreymi fjármagns vegna dómsmála sem slitastjórnin hefur höfðað.