Smásala í Bandaríkjunum lækkaði óvænt um 0,6% í febrúarmánuði, sem gefur vísbendingu um að bandarískir neytendur hafi dregið mjög úr neyslu sinni samfara óvissutímum í hagkerfinu. Meðalspá greinenda á Wall Street hafði gert ráð fyir því að smásala myndi þvert á móti aukast um 0,1%.

Samkvæmt tölum frá Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna þá var mesta lækkunin hjá bílasölum og veitingahúsum. Smásala jókst um 0,4% í janúar en lækkaði um 0,7% í desember.