Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,04% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.586,71 stigi. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 21,04%. Gengi bréfa Fjarskipta hækkaði um 1,39% í 192 milljóna króna viðskiptum, gengi bréfa Eimskipafélagsins hækkaði um 1,23% í 337 milljóna króna viðskiptum og gengi bréfa Haga um 1,02% í 187 milljóna króna viðskiptum.

Gengi bréfa Sjóvár lækkaði um 1,07% í 195 milljóna króna viðskiptum og Icelandair um 0,89% í 646 milljóna króna viðskiptum. Alls nam velta á hlutabréfamarkaði 2.467 milljónum króna. Hún var meiri en veltan á skuldabréfamarkaði, sem í dag nam rétt rúmum 2,2 milljörðum króna.