Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,08% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.646,61 stigi. Mest var hækkunin á gengi bréfa Össurar, eða um 2,79%, en velta í viðskiptum með bréfin nam aðeins 477.400 krónum.

Þá hækkaði gengi bréfa HB Granda um 0,97% og Haga um 0,78%. Gengi bréfa Eikar lækkaði um 1,49% og VÍS um 1,05%. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag nam 1.826,3 milljónum króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 9,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 1,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 7,5 milljarða viðskiptum.