Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gæti allt eins verið að lýsa því hér hversu mikill afgangur er af þýskum vöruskiptum.

Útflutningur frá Þýskalandi til viðskiptalandanna dróst saman um 4,3% á milli mánaða í desember. Þetta er langtum meira en greiningaraðilar höfðu búist við en meðalspá Reuters hljóðaði upp á 1% samdrátt. Annar eins samdráttur hefur ekki sést í Þýskalandi síðan í janúar árið 2009 þegar alþjóðlegur fjármálageiri var nýfarinn á hliðina. Þetta jafngildir 3,3% samdrætti á ársgrundvelli.

Þrátt fyrir samdráttinn er útflutningur í hæstu hæðum. Þá nafn afgangur af vöruskipum 13,9 milljörðum evra í mánuðinum samanborið við 14,9 milljarða í nóvember.

Greiningaraðilar setja hins vegar spurningamerki við þennan snarpa samdrátt í desember og segja hann ekki beint í samhengi við þær vísbendingar að draga sé úr titringi vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu og efnahagslífið á meginlandinu að taka við sér. Að því sögðu telja þeir samdráttinn vara í stuttan tíma.