Hæstiréttur sneri í dag við að hluta dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar og Ástráðs Haraldssonar vegna skipan dómara við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. Þetta kemur fram í frétt Vísis .

Bæði Jóhannes Rúnar og Ástráður voru á lista sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, gerði hins vegar fjórar breytingar á listanum sem var til þess að tvímenningarnir féllu út af listanum. Stefnu þeir báðir dómsmálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins og kröfðust ógildingar á ákvörðun ráðherrans og viðurkenningu á bótakröfu.

Héraðsdómur vísaði málum þeirra frá í maí og var það niðurstaða Hæstaréttar að staðfesta skildi ákvörðun héraðsdóms um að vísa ógildingarkröfu þeirra frá dómi. Hins vegar ákvað Hæstiréttur að taka ætti skaðabótakröfu þeirra til efnislegrar meðferðar fyrir hérðasdómi. Kröfunni var vísað frá héraðsdómi þar sem hún þótti vanreifuð og vegna þess að gögn vantaði til að hægt væri að sanna tjón þeirra.

Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að gagnaöflun hefði ekki verið lokið og því væri ekki rétt að vísa kröfunni frá. Var henni því vísað aftur heim í hérað.