Eftirlitsnefnd sænsku kauphallarinnar hefur gefið Niclas Jonasson, forstöðumanni útibús Kaupþings í Gautaborg, viðvörun vegna brota á hlutabréfamiðlunarreglum, segir í tilkynningu frá kauphöllinni í Svíþjóð.

Þar kemur fram að einungis Jonasson sé gefin viðvörun og að viðvörunin eigi ekki við um Kaupþing.

Jonasson, ásamt tveimur viðskiptavinum, hafði samráð um að selja 945.500 hluti í sænska fjármálafyrirtækinu Skandia þann 22. ágúst og kaupa þau strax aftur á fyrirfram ákveðnu verði. Sænska kauphöllin segir að viðskiptin hafi brotið í bága við reglur um hlutabréfaviðskipti.

Ulf Lindgren, lögmaður sænsku kauphallarinnar, telur að markmið viðskiptanna hafi verið að láta sem svo væri að gengi bréfa í Skandia væri hærra en það í raun var og aðeins hafi verið um millifærslur að ræða sem síðan gengu til baka. Þann 22. ágúst lækkaði gengi bréfa Skandia um 1,4% í kjölfar uppgjörs félagsins fyrir annan ársfjórðung 2005.

?Kauphöllin viðvarar einungis hlutabréfamiðlarann, ekki Kaupþing," sagði Lindgren í samtali við Dow Jones Newswires. ?Það er Kaupþings að ákveða næstu skref."