Sony hefur tilkynnt um  sinn fyrsta rekstrarhagnað á ársgrundvelli í fimm ár eftir að félagið tilkynnti um rekstrarniðurstöðu félagsins frá apríl 2012-mars 2013. Hagnaður félagsins nam um 43 milljörðum jena sem samsvarar um 50 milljörðum íslenskra króna. Árið áður var félagið rekið með 457 milljarða jena tapi. Fjallað er um uppgjör Sony á vefsíðu BBC.

Veiking jensins jók sölu fyrirtækisins á árinu en greiningaraðilar segja eignasölu einnig eiga þátt í þessum hagnaðartölum. Jenið hefur fallið meira en 20% gagnvart dollara síðan í nóvember. Eignir voru seldar fyrir um 250 milljarða jena. Ekki hefur enn tekist að snúa raftækjaframleiðslu félagsins með þeim hætti að hún skili hagnaði.