Rusal, Sual Group og Glencore International hafa sótt um samþykki rússneskra samkeppnisyfirvalda Rússlands um samruna fyrirtækjanna, en ef af samrunanum verður myndast stærsta álfyrirtæki í heimi, segir í frétt Dow Jones.

Rusal og Sual eru bæði rússneskir álframleiðendur og er Rusal sá þriðji stærsti í heimi. Inn í samrunanum kemur einnig súrálsstarfsemi svissneska fyrirtækisins Glencore International.

Talsmaður fyrirtækjanna gat ekki sagt til um hvenær niðurstöðu væri að vænta, þar sem rússnesk yfirvöld hafi ekki enn gefið nein svör.

Talsmaðurinn bætti einnig við að fyrirtækin muni leita samþykkis samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins, Tyrklands, Búlgaríu og Svartfjallalands.