Matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti nú undir kvöld lækkun á landshæfiseinkunn Spánar Einkunn landsins er lækkuð úr A í BBB+.

Í tilkynningu frá matsfyrirtækinu er lýst yfir áhyggjum með að spænska ríkið getið staðið að baki bankakerfi landsins á sama tíma og efnahagur landsins hefur farið versnandi. Einnig séu vaxandi áhyggjur af því að héruð landsins muni ekki ná að skera niður útgjöld en útgjöld héraðanna eru hátt hlutfall af útgjöldum spænska ríksins.

Álag á spænsk ríkisskuldabréf var 5,83% við lok markaða í dag. Líklegt er að álagið hækki við tiðindin. Sérfræðingar telja að ef álagið fari yfir 6% og haldist þar standi Spánn ekki undir vöxtunum og komist í vítahring þar sem sífellt þurfi að taka meiri lán fyrir vöxtunum auk endurfjármögnunar eldri lána.

Standard & Poor's
Standard & Poor's
© Aðsend mynd (AÐSEND)