Standard & Poor's varar við því að til þess gæti komið að lánshæfiseinkunn Íslands  verði lækkuð ef alþjóðleg lánsfjárkrísa heldur áfram að herja á bankana. Þetta kemur fram á Telegraph.co.uk .

Þar er einnig haft eftir aðalgreinanda Íslands hjá S&P að lækkun lánshæfiseinkunnar landsins úr núverandi A+ sé möguleiki og að lánshæfismatsfyrirtækið „skoði hvernig bankarnir muni komast af á þessum viðsjárverðu tímum“.

Greint er frá því að S&P hafi varað við því í nóvember að lánshæfiseinkunn landsins væri að verða fyrir auknum þrýstingi.