Um 0,4% hækkun á Standard & Poor´s vísitölunni við upphaf viðskipta vestanhafs í dag gerði það að verkum að hún hefur nú hækkað, lítillega, á árinu. Aðeins fjórir viðskiptadagar eru eftir.

Í frétt Wall Street Journal segir að jákvæð þróun S&P yfir árið í heild gæti gert einhverja vogunarsjóðsstjóra pirraða. Aðeins um 23% hafa náð betri árangri á árinu en vísitalan.

Dow Jones og Nasdaq vísitölurnar hækkuðu einnig við upphaf viðskipta í dag, um 0,4% of 0,2%.