Samtök atvinnulífsins reikna með því að verg landsframleiðsla dragist saman um 10% á næsta ári, en þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna í samtali við Reuters í kvöld.

Viljálmur segir að hagvöxtur á þessu ári verði líklegast í kringum núllið, þar sem mikill vöxtur á fyrri helmingi ársins muni vega upp samdráttinn á síðasta fjórðungi ársins.

Vilhjálmur segir að hann vonist til þess að íslenska hagkerfið nái sér á strik fyrr en folk búist við. Hann bendir jafnframt á að afar fá fyrirtæki hagnast á því ástandi sem hér ríkir, þar sem útflytjendur þjáist vegna minnkandi eftirspurnar á heimsvísu.