Ný Hagsjá Landsbankans spáir 4,1% hagvexti í ár og 2,4% hagvexti á næsta ári. Síðasta spáin var gefin út í nóvember og gerði hún ráð fyrir 4,5% hagvexti í ár og 3,6% á næsta ári.

Ástæður fyrir lækkun spárinnar er minni aukning í fjárfestingu og útflutningi en gert var ráð fyrir í nóvember.

Greingaraðilar eru almennt sammála um efnahagsþróun á Íslandi í spám sínum fyrir tímabilið 2019-2020. Tímabil sprengivaxtar í ferðaþjónustu er lokið og samfara hægari efnahagsuppgangi mun hægja á aukningu bæði inn- og útflutnings á spátímabilinu.

Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsframleiðslu verður áfram jákvæður þó hann fari minnkandi.