Samkvæmt rannsókn breska endurskoðendafyrirtækisins BDO má búast við að um 26.500 verslanir verði gjaldþrota á næstu fimm árum í Bretlandi. Þar af eru 15.400 tískuvöruverslanir, 6.300 barir og veitingastaðir og 1.500 húsgagnaverslanir.

Spá BDO gerir ráð fyrir að 0,9% fyrirtækja verði gjaldþrota sem er mun hærra hlutfall en á árunum eftir efnahagslægð um 1990. Talið er að mest verði um gjaldþrot á næsta ári, alls um 5,017% fyrirtækja.

Í frétt Daily Telegraph segir að skuldir verslunargeirans nemi nú um 57,5 milljörðum punda og eiga tæplega 9% fyrirtækja í miklum skuldavanda.