Silfur
Silfur
© None (None)
Heimsmarkaðsverð á gulli mun hækka upp yfir 1.800 dollara á únsuna í lok árs og verð á silfri mun hækka gífurlega og ná 70 dollurum á únsuna í mars 2012 með aukinni eftirspurn í Asíu samkvæmt greiningaraðilum Newedge í Bandaríkjunum. Miðað við núverandi gildi á gullverði er því spáð 13% hækkun. Verðhækkun á silfri nemur 77% m.v. verð í gær við lokun markaðar. Þegar harðnar í ári á fjármálamörkuðum leita fjárfestar oftar en ekki í góðmálminn gull enda heldur gull verðgildi sínu vel þótt á móti blási. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Heimsmarkaðsverð á gulli stóð tæpum 1.597 dollurum á únsuna, í gær við lokun markaða, í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Til samanburðar má sjá að únsan kostaði tæplega 1.483 dollara þann 1. júlí sl. Hækkunin á tímabilinu nemur því 7,7%. Þann 19.júlí náði gullverð hæstu hæðum í 1.610,70 dollurum á únsuna.