Gangi hagvaxtarspá greiningardeildar Landsbankans eftir verður vart hægt að tala um formlegt samdráttarskeið þótt bæði hagvöxtur, og þó sérstaklega einkaneysla, muni dragast verulega saman. En menn þurfa að bíða í meira en tvö ár eftir að hagvöxturinn taki almennilega við sér.

Það má vel vera að mikil óvissa ríki á mörkuðum og um horfur í efnhagsmálunum en hitt er þó algerlega öruggt að ekkert skortir á áhuga fólks þegar fjallað er um efnahagsmál – og kannski ekki að undra hjá þjóð sem veit allra þjóða mest um skuldatryggingaálag og skortsölu. Þannig var fullt úr úr dyrum í stærsta salnum á hótel Nordica þegar greiningardeild Landsbankans kynnti þar nýja hagspá sína undir titlinum

„Öfundsverðar langtímahorfur“. Um 650 manns voru mættir til að hlýða á erindi sérfræðinga Landsbankans og sumir urðu meira að segja að láta sér nægja að fylgjast með á sjónvarpsskjá frammi á gangi.

______________________________________

Nánar er fjallað um nýja hagspá Landsbankans Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .