Olíuframboð utan OPEC-ríkjanna mun dragast snarlega saman á næsta ári, samkvæmt nýrri spá Alþjóðaorkustofnunarinnar (e. International Energy Agency).

Spáir stofnunin því að samdrátturinn muni í heildina nema 500 þúsund olíutunnum á dag og heildarframleiðsla muni fara niður í 57,7 milljónir tunna á árinu í heild. Þar af muni vinnsla á leirsteinsolíu í Bandaríkjunum dragast saman um 400 þúsund tunnur daglega.

Alþjóðaorkustofnunin segir að lágt heimsmarkaðsverð á olíu neyði markaðinn til þess að draga úr framboði. Gangi spáin eftir verður þetta hraðasti samdráttur á olíuframboði í heiminum í meira en tvo áratugi, samkvæmt frétt Bloomberg