Sparisjóður Færeyja, Føroya Sparikassi, áformar skráningu á íslenska hlutabréfamarkaðinn á næsta ári, segir greiningardeild Landsbanka.

Sparikassagrunnurin, stærsti hluthafi sparisjóðsins mun minnka hlut sinn í um 70%, til að farið sé að reglum Kauphallar Íslands sem segja til um að 25% hluta, að lágmarki, séu í eigu almennra fjárfesta.

Hlutafé sparisjóðsins er 711,3 milljónir danskra króna eða um 8,5 milljarðar króna og markaðsvirði tæpir 28 milljarðar króna um þessar mundir. Sparikassagrunnurin áformar að selja um 10% hlutafjár að þessu sinni.