Sláturfélag Suðurlands (SS) hagnaðist um 160 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 82% samdráttur á milli ára en hagnaður SS nam 921 milljón króna á sama tíma í fyrra. Í uppgjöri SS kemur fram að leiðrétting á gengislánum á fyrri hluta síðasta árs hafi sýnt skakka mynd af afkomutölunum.

Tekjur SS námu rétt rúmum 4,9 milljörðum króna samanborið við rétt tæpa 4,4 milljarða á fyrstu sex mánuðum síðasta árs sem jafngildir 12% hækkun á milli ára.

Þá kemur í uppgjörinu að launakostnaður hækkaði um tæp 13% á milli ára, annar rekstrarkostnaður hækkaði um rúm 5% og afskriftir lækkuðu um tæp 2%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda námu 328 milljónum en voru 322 milljónir á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 471 milljón króna  en var 468 milljónir á sama tíma í fyrra.

Þá námu fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 150 milljónir króna, en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 804 milljónir í fyrra. Niðurfelling gengistaps lána og vaxta nam rétt rúmum einum milljarði í fyrra og var leiðréttingin tekjufærð meðal fjármagnsliða og skattaáhrif upp á 205 milljónir til gjalda meðal skatta í rekstrarreikningi.

Þá kemur fram í uppgjörinu að heildareignir SS um mitt ár voru sex milljarðar króna og stóð eiginfjárhlutfallið í 47%.  Veltufjárhlutfall var 3,2 á fyrri hluta ársins 2012, en 2,4 árið áður.

Uppgjör SS