Mikil uppbygging mun eiga sér stað á hafnarsvæðinu í Portland, Maine á næstu árum. Þetta má að miklu leyti rekja til aukinna alþjóðlegra siglinga og sérstaklega siglinga Eimskips þangað á síðustu 11 mánuðum. Eimskip sigldi áður til Norfolk í Virginíu en ákvað í fyrra að frá og með mars í fyrra yrði siglt til Portand í Maine .

Samkvæmt því sem fram kemur í bandaríska miðlinum Portland Press Herald , að stefnt sé á að tvöfalda aðstöðuna fyrir gámaskip. Þetta sé talsverð breyting frá því sem áður var, að því er blaðið hefur eftir hafnarstjóranum John Henshaw.