Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur í nýrri skýrslu um húsnæðisverð áætlað að fasteignir hafi hækkað mest í Kanada, Nýja Sjálandi og Noregi. En þar eru margar fasteignir nú metnar á 66-86% hærra verði en nokkurn tímann áður.

Þetta eru samt ekki endilega slæmar fréttir vegna þess að þessi lönd þurftu ekki að 1) lækka vexti niður í núll þegar heimskreppan hófst, 2) eru dæmi um svæði með lágu framboði, auk þess sem 3) erlendir fjárfestar hafa mikinn áhuga á þessum löndum.

Í öðrum orðum þá vörðu seðlabankarnir í þessum löndum sig vel gegn efnahagskreppunni og komu í veg fyrir hátt atvinnuleysi og því lækkaði húsnæðisverð ekki mikið. Auk þess er takmarkað framboð á landi til að byggja á í Nýja Sjálandi og Noregi og því er auðvelt fyrir eftirspurn að vera hærri en framboð og því hækka verð. Ríkir Kínverjar, Rússar og Arabar eru einnig mjög spenntir fyrir því að fjárfesta í fasteignum í þessum löndum og hefur eftirspurn þeirra hækkað verð.