*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Erlent 6. september 2018 17:33

Starbucks opnar loks á Ítalíu

Þetta nýja Starbucks kaffihús er staðsett í Mílanó og mun starfsemin þar vera nokkuð frábrugðin hefðbundnu Starbucks kaffihúsi.

Ritstjórn
epa

Loks eftir tveggja ára undirbúning mun Starbucks opna sitt fyrsta útibú á Ítalíu á morgun. BBC greinir frá.

Þetta nýja Starbucks kaffihús er staðsett í Mílanó og mun starfsemin þar vera nokkuð frábrugðin hefðbundnu Starbucks kaffihúsi. Kaffigerðinni verður gert ansi hátt undir höfði og ásamt því verða kokteila, pizzur, brauðmeti og ís á boðstólnum. Áætlun Starbucks með þessu er sögð vera að fanga ítalska kaffimenningu og verður kaffihúsið í glæsilegri byggingu í Mílanóborg.

Starbucks kaffihúsið í Mílanó er þó ekki það fyrsta sem er sett upp með þessum hætti, en þegar eru tvö önnur kaffihús keðjunnar sem eru með þessum hætti í Shanghai og Seattle.

Kaffihús í grennd við þetta nýja Starbucks kaffihús óttast þó ekki samkeppnina frá kaffirisanum og benda á það að hágæða kaffi sé þegar í boði á svæðinu. 

Stikkorð: Starbucks