Samninganefnd  Starfsgreinasambands Íslands óskaði í dag, eftir því við forsætisráðherra að fá sérstakan fundi um kjaramál eða að fá að koma að fundi ríkisstjórnairnnar og BSRB ef af honum verður og það þykir henta betur, segir í frétt Starfsgreinasambandsins.

Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins (SGS) við fjármálaráðherra f.h.  ríkissjóðs hefur verið laus frá 1. apríl.

Nokkrir fundir hafa verið haldnir með samninganefnd ríkisins þar sem hefur komið fram að áherslur gætu farið saman í meginatriðum.

Formaður samninganefndar ríkisins óskaði hins vegar eftir því að SGS sýndi biðlund þar til rætt hefði verið við aðra opinbera starfsmenn.

Þær viðræður virðast hafa steytt á skeri og hefur formaður BSRB, af þeim ástæðum óskað eftir fundi með forystusveit ríkisstjórnarinnar. Hann spyr um efndir yfirlýsinga frá einstökum ráðherrum og efnis stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, um nauðsyn þess að bæta kjör umönnunnarstétta og annara kvennastétta sem búa við bág launakjör og dregist hafa aftur úr í launaþróun.

Starfsgreinasambandið tekur undir erindi BSRB og minnir á að innan SGS eru um fimm þúsund starfsmenn ríkisins, einkum í heilbrigðisþjónustu við hefðbundin kvennastörf. Kjör þessa hóps verður að bæta, segir í fréttinni.