Nú þegar er búið að bóka komur 84 skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar, samkvæmt yfirliti Faxaflóahafna yfir skipakomur. Fjöldinn hefur aldrei verið meiri.

Í Morgunblaðinu í dag segir að á sama tíma og skipunum fjölgi þá eru þau stærri en áður hafa lagt við bryggju í borginni. Stærsta skipið er Adventure of the Seas sem er 137 brúttólestir. Búist er við því að skipið komi tvisvar í sumar. Þá er Costa Pacifica 114 þúsund tonn. Stærsta skipið sem boðað hefur komu sína er skemmtiferðaskipið Royal Princess sem væntanlegt er þarnæsta sumar. Skipið er 139 þúsund tonn.

Rifjað er upp í Morgunblaðinu að árið 1983 komu hingað um 8.000 farþegar til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum. Þeir voru 100 þúsund í fyrra og er búist við að þeir verði allt að 110 þúsund í sumar.