*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 14. mars 2014 11:53

Stefnt að skráningu Símans á markað vorið 2015

Orri Hauksson segir skráningu skuldabréfa Skipta á markað í fyrra hafa verið góða æfingu.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Það er búið að vinna töluverða vinnu,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, spurður um fyrirhugaða skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á nýjan leik. Ekki er búið að gefa út hvenær félagið verður skráð á markað. Hann áréttar það sem áður hefur komið fram, að stefnt sé að því að það verði ekki seinna en vorið 2015.

Orri bendir á það í samtali við VB.is að grunnur sé kominn að skráningu Símans. Búið sé að fara í gegnum alla vinnu við skráningu skuldabréfa í fyrra. „Það var mjög góð byrjun,“ segir hann en bætir við að ferlið við skráningu hlutabréfa feli þó enn ítarlegri verkþætti í sér en skráning skuldabréfa í Kauphöll.

Síminn var sameinaður Skiptum fyrir mánuði. Skipti var móðurfélag tengdra fyrirtækja, s.s. Mílu og Skjásins. Það var skráð í Kauphöll fyrir sex árum, þ.e. í mars árið 2008. Félagið var þá að mestu í eigu Exista. Félagið var ekki lengi á markaði, í kortér ef svo má segja, því fljótlega eftir að fyrstu viðskipti voru hringd inn á skráningardeginum gerði Exista yfirtökutilboð í félagið. Skipti voru afskráð nokkrum mánuðum síðar.

Stikkorð: Síminn Orri Hauksson Exista Skipti